Færsluflokkur: Kvikmyndir

Byrjað frá byrjun

Ég hef ákveðið að henda öllum fyrrum bloggum mínum útaf og byrja alveg upp á nýtt með þetta blogg, ég hef ákveðið að tileinka mínu bloggi undir tónlist, kvikmyndir og allar aðrar dægrastyttingar, þar sem ég nenni ekki að blogga eins og flestir aðrir um ástandið á Íslandi í dag, ég er persónulega kominn með nóg af því að lesa leiðinleg blogg eins og t.d. Missti vinnuna í dag o.s.frv. held að það sé best að einbeita sér að einhverju öðru en ekki vera bitur út í raunveruleikann eins og hann er þessa dagana (kannski það breytist ef ég missi vinnuna, en þangað til verð ég glaðbeittur).

 Tónlistin sem ég er og hef verið að hlusta á seinustu vikur og mánuði.

Ætla að byrja á hljómsveitinni Portishead sem er hreinlega búin að yfirtaka geislaspilarann í bílnum og iTunes playlistann minn, ég dett oft inná Portishead á svona árs fresti enda mjög góð hljómsveit þar á ferðinni.

Meðlimir Portishead eru Geoff Barrow, Beth Gibbons og Adrian Utley. Þau gáfu út sína fyrstu og jafnframt bestu plötu árið 1994 og hét platan Dummy sem inniheldur lögin 'Sour Times', 'Numb' og 'Glory Box'.     Þremur árum síðar gáfu þau svo út plötuna 'Portishead' þar sem lagið 'All Mine' varð þeirra nýji smellur en hann náði inn á Top 10 lista Bretlands.     Portishead gerði eftir þessar tvær plötur "nýjan" disk þar sem að þau spiluðu Live og settu á plötuna Roseland NYC Live, eftir það fóru meðlimir hljómsveitarinnar í langt hlé eða sjö ár þegar þau fóru á góðgerðartónleika þar sem þau tilkynntu að þau væru að undirbúa nýja plötu sem kom út í fyrra og heitir 'Third', ég hef verið að hlusta á þá plötu seinustu daga og mér finnst hún frábær í alla staði, 'Machine Gun' er orðið eitt af mínum uppáhaldslögum sem má finna á þeirra nýju plötu.

SIGUR RÓS!

Ég veit ekki hvað það er langt síðan ég fór í gegnum einn dag án þess að hafa sett allavega eitt lag frá þessum íslensku snillingum í tækið, það er orðið frekar langt síðan ég fattaði að það er EKKI hægt að fá leið á þeirra tónlist, ef að maður hefur hlustað í marga daga á diskinn 'Ágætis Byrjun' og maður vill setja eitthvað annað í gang þá er alltaf hægt að setja '()',  'Takk', 'Von', 'Vonbrigði' eða 'Með suð í eyrum við spil endalaust' þar sem þessar plötur eru jafn öðruvísi og Britney Spears og Metallica, en ef maður er kominn með leið á þessum plötum þá örvæntar maður ekki þar sem maður getur þá sett dvd heimildarmyndina þeirra 'Heima' í tækið en hún er í fyrsta sæti IMDB top 100 listans yfir bestu heimildarmyndir sem gerðar hafa verið, alls ekki slæmur árangur! Það tæki mig 7 klukkutíma að skrifa allt sem ég veit um þessa frábæru hljómsveit þannig ég hef ákveðið að sleppa því, vill líka koma því á framfæri að þeir hafa unnið MTV awards fyrir besta myndband ársins. Langar líka að benda á lögin 'Svefn 'g' Englar', ' Ný batterí', 'Við spilun endalaust', 'Untitled 8', 'Glósóli' og mörg mörg fleiri sem ég mæli með að þið hlustið á!

Radiohead

Ég er í miklum vandræðum með þeirra nýja disk 'In Rainbows', 'In Rainbows' hefur látið mig snúast í hringi, fyrst þegar ég hlustaði á diskinn fannst mér þetta vera einn versti diskurinn sem þeir hafa gefið út, ég meira að segja hlustaði á 'OK Computer' eftir á til að minna mig á að þetta væri góð hljómsveit, í annað skipti sem ég hlustaði á diskinn fannst mér hann ágætur en ennþá angraði diskurinn mig eitthvað en hann hafði haft nokkuð betri áhrif á mig en fyrra skiptið og í þetta skipti þurfti ég bara að setja 'The Bends' í tækið til að láta mér líða betur, í þriðja skipti fannst mér diskurinn orðinn góður og svo var hann orðinn fastur í spilaranum mínum, ég veit ekki hvað það er við þessa plötu, einn daginn elska ég hana, þann næsta langar mig að rífa af mér eyrun, allavega þessi diskur er langsístur af þeirra frábæru plötum. Mig langar ekki að fara neitt dýpra ofan í þessa hljómsveit, langaði bara að segja frá minni reynslu með diskinn 'In Rainbows'. Radiohead er frábær hljómsveit og klikkar sjaldan!

MGMT

Þessi hljómsveit er ný af nálinni en hefur komist nokkrum sinnum í tækið hjá mér seinastliðna mánuði með sinn eina disk 'Oracular Spectecular' sem inniheldur mörg góð lög eins og 'Kids', Electric Feel' og 'Time To Pretend'.

Hljómsveitir sem hafa verið í spilun hjá mér en komust ekki í þetta blogg eru:

Depeche Mode, Santana, Emiliana Torrini, Björk, The Kooks, Oasis..... og fleiri!

Ég hef ákveðið að setja inn nokkur YouTube myndbönd með þessum hljómsveitum og einnig fyllt spilarann minn af nokkrum af þeim lögum sem ég hef talað um.

MGMT - Kids

Portishead - Numb

Sigur Rós - Untitled 8

Radiohead - 15 Steps


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband